Annar maður handtekinn vegna árásar

Annar maður hefur verið handtekinn í tengslum við árásina á …
Annar maður hefur verið handtekinn í tengslum við árásina á föstudag. AFP

Breska lögreglan hefur handtekið annan mann í tengslum við hryðjuverkaárásina á Parsons-lestarstöðinni í vesturhluta London á föstudag. Maðurinn er 21 árs og var handtekinn seint á laugardagskvöld í Hounslow í vesturhluta borgarinnar, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar.

Í tilkynningu frá lögreglunni segist hún þó halda leit sinni áfram að fleiri hugsanlegum vitorðsmönnum.

Í gær hand­tók lög­regl­an í Kent 18 ára karl­mann í tengsl­um árás­ina. Maður­inn var hand­tek­inn á hafn­ar­svæði borg­ar­inn­ar Do­ver í gærmorgun, en ekki hafa verið gefnar út frekari upplýsingar um hann.

Viðbúnaðarstig var hækkað í Bretlandi á föstudag í kjöl­far árás­ár­inn­ar og er nú á hæsta stigi, sem þýðir að bú­ist er við ann­arri hryðju­verka­árás.

Að minnsta kosti 30 manns slösuðust í árás­inni, en flest­ir þeirra hlutu bruna­sár.

mbl.is