Auka varnir við Eiffel-turn vegna hryðjuverkaógnar

Lögregla og hermenn við Eiffel-turninn. Stöðug lögregluviðvera er nú við ...
Lögregla og hermenn við Eiffel-turninn. Stöðug lögregluviðvera er nú við turninn og setja á upp skothelt gler umhverfis hann. AFP

Unnið er nú að því að auka hryðjuverkavarnir við Eiffel-turninn í Paris og er m.a. verið að setja skothelt gler upp í kringum turninn, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi.

Ákveðið var að grípa til þessara aðgerða í kjölfar þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Frakklandi undanfarin misseri og sem kostað hafa rúmlega 200 manns lífið.

Kostnaðurinn við að setja upp skothelt gler umhverfis garðinn sem er umhverfis Eiffel-turninn er talinn nema um 30 milljónum evra og er áætlað að vinnan taki um níu mánuði, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir Jean-Francois Martins, ferðamálastjóra borgarinnar.

Á milli 6-7 milljónir manna gera sér ferð að Eiffel-turninum ár hvert og er þegar stöðug viðvera lögreglu á svæðinu. Borgaryfirvöld í París samþykktu engu að síður einróma í mars á þessu ári auka öryggisgæslu enn frekar vegna „einstaklega mikillar hættu“ á hryðjuverkum.

Í síðasta mánuði klifraði maður sem á við geðræn vandamál að stríða yfir öryggisgirðingu við turninn, sveiflaði hníf og sagðist vilja ráðast áhermenn.

Martins sagði framkvæmdirnar ekki eiga eftir valda neinni röskun hjá þeim sem heimsækja turninn og að allir geti gengið upp að honum þegar þeir séu komnir í gegnum öryggiseftirlit.

mbl.is
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...