Sjötti maðurinn handtekinn

AFP

Sjötti maðurinn var handtekinn í Bretlandi í nótt í tengslum við sprengjutilræði í neðanjarðarlestarvagni á lestarstöð í London í síðustu viku.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn, sem er aðeins 17 ára gamall, handtekinn í Thornton Heath, sem er suður af London.

mbl.is