Holdétandi sjúkdómur veldur áhyggjum

Tllfelli holdétandi sjúkdóms hafa þrefaldast á þremur árum í Ástralíu.
Tllfelli holdétandi sjúkdóms hafa þrefaldast á þremur árum í Ástralíu. Twitter

Skólastúlka í Ástralíu sem þjáist af holdétandi skinnsjúkdóm hefur kallað eftir því að áströlsk yfirvöld kosti rannsóknir á sjúkdómum og smithættum hans. Sjúkdómurinn kallast Buruli ulcer en stúlkan er á batavegi eftir að hafa fengið sjúkdóminn sem finnst oftar í þriðjaheims ríkjum. BBC greinir frá.

Tilfelli stúlkunnar hefur vakið áhyggjur hjá læknum á svæðinu vegna stigvaxandi faraldurs í kringum Viktoríu í Ástralíu þar sem stelpan býr. Heilbrigðisyfirvöld hafa skráð 159 tilfelli það sem af er ári og hafa tilfellin þrefaldast á þremur árum. 

Sérfræðingar vita hvorki hvernig koma á í veg fyrir sjúkdóminn né hvernig hann smitast, en fyrstu einkenni stúlkunnar voru verkir í hné sem versnuðu sífellt þar til hnéð bólgnaði svo mikið að stúlkan var með opin sár á hnénu. 

BBC hefur eftir sérfræðing að bakterían komist undir húð fólks og éti sig í gegnum skinnið hægt og rólega. Því lengur sem bakterían fær að aðhafast óáreitt því verri verða sár og sýkingar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert