Ók vörubíl á föður sinn

Feðgarnir hafa ekki talast við síðan 2010 vegna áralangra deilna ...
Feðgarnir hafa ekki talast við síðan 2010 vegna áralangra deilna en upp úr sauð í gær þegar sonur ók á föður sinn eftir að sá síðarnefndi hafði heimsótt tengdadóttur sína sem kallaði til lögreglu með árásarhnappi.

Maður á áttræðisaldri var fluttur þungt haldinn með þyrlu á Ullevål-sjúkrahúsið í Ósló í gærkvöldi eftir að sonur hans ók á hann á vörubíl í smábænum Ås í Akershus-fylki, skammt sunnan við höfuðborgina.

Sonurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í tvær vikur og er grunaður um tilraun til manndráps en neitar sök, eftir því sem Silje Stokken Uppheim í Austurumdæmi lögreglunnar segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK.

Feðgarnir hafa ekki talast við síðan árið 2010, útskýrði sonurinn þegar hann kom fyrir dómara, en dagblaðið VG hefur heimildir fyrir langvarandi deilum innan fjölskyldunnar og hefur það eftir sama viðmælanda hjá lögreglunni og NRK ræddi við, að nálgunarbönn hafi verið úrskurðuð milli aðila innan fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum en séu reyndar ekki í gildi lengur.

Hafa margoft kært föðurinn

Kveður svo rammt að deilum þessum að sonurinn og kona hans hafa árásarhnapp á heimili sínu en þau hafa margsinnis kært föðurinn fyrir líkamsárásir. Þegar faðirinn heimsótti tengdadóttur sína í gær greip hún til hnappsins og kom lögregla fljótlega á vettvang. Það var þegar lögreglan var að fara að sonurinn kom akandi á vörubíl sem hann notar starfs síns vegna.

Sonurinn segir svo frá að hann hafi séð föður sinn ásamt konu sinni úti á götu. Faðirinn hafi þá veifað einhverju áhaldi og komið hlaupandi á móti bílnum en hann hafi síðar frétt frá lögreglu að áhaldið hafi verið skófla. „Ég náði ekki að stoppa. Ég hef ekki talað við hann síðan 2010 og við höfum forðast hvor annan,“ útskýrði hann og bætti því við að hann hafi sveigt út af veginum til að forðast að aka á föður sinn sem hafi þá um leið beygt af leið sinni og orðið fyrir bílnum.

Faðirinn er úr lífshættu eftir því sem síðast fréttist en fjölskyldudeilurnar munu kosta son hans ákæru fyrir tilraun til manndráps og að líkindum sviptingu ökuleyfis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirka 8 vikur ) annars 241.000
Er á leiðinni færð á 229.000 ef greitt er inn á 30.000 í mars ( kemur eftir cirk...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Íbúar í breiðholti
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...