Fimm stjörnur kynna forsætisráðherraefni flokksins

Luigi di Maio, forsætisráðherraefni Hreyfingarinnar fimm stjörnur á Ítalíu.
Luigi di Maio, forsætisráðherraefni Hreyfingarinnar fimm stjörnur á Ítalíu. Wikipedia

Hreyfingin fimm stjörnur (Movimento 5 Stelle), sem er flokkur sem grínistinn Beppe Grillo stofnaði árið 2009, kynnti í morgun hver yrði forsætisráðherraefni flokksins í komandi kosningum. Flokkurinn er kenndur við almúgastjórnmál eða popúlisma og er einn vinsælasti stjórnmálaflokkurinn á Ítalíu. 

Flokkurinn hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár og vill losna við popúlismastimpilinn og verða ráðandi afl í ítölskum stjórnmálum. 

Forsætisráðherraefni flokksins, Luigi di Maio, er 31 árs og hefur mikinn hug á að setjast í stól forsætisráðherra eftir þingkosningar næsta vor.

Segja sérfræðingar í almannatengslum að Di Maio leggi hart að sér við námið – hvernig eigi að verða forsætisráðherra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert