„Gaurnum“ hefur mistekist

LeBron James á blaðamannafundinum í dag.
LeBron James á blaðamannafundinum í dag. AFP

Körfuknattleikskappinn LeBron James sér ekki eftir því að hafa kallað Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, aumingja og að hafa sakað forsetann um að sundra þjóðinni með deilu hans gegn íþróttamönnum.

James tjáði sig á Twitter á laugardag eftir að Trump dró til baka boð stjörnuleikmannsins Stephen Curry í Hvíta húsið en NBA-meisturunum er árlega boðið í heimsókn til forsetans. Curry leikur með Golden State Warriors en liðið varð NBA-meistari í vor, eftir að hafa sigrað James og félaga hans í Cleveland Cavaliers.

„Það var heiður að fara í Hvíta húsið þangað til þú birt­ist þar,“ skrifaði James. Hann sagði jafn­framt að það væri ekk­ert boð leng­ur til að draga til baka, enda hefði Curry verið bú­inn að lýsa yfir að hann ætlaði ekki að mæta.

„Nei,“ var svar James þegar hann var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort hann sæi eftir orðum sínum.

Þetta er besta land í heimi

James kallaði Trump „gaurinn“ á blaðamannafundinum og sagði að honum hefði mistekist að sameina Bandaríkjamenn.

„Við vitum að þetta er besta land í heimi, þetta er land hinna frjálsu,“ sagði James. „Við glímum samt við vandamál eins og allir aðrir og þá þurfum við að finna leið til að koma og vera frábær saman.“

„Fólkið stjórnar landinu. Ekki einhver einstaklingur og klárlega ekki hann,“ sagði James og átti þar við Trump.

Hann sagði að viðbrögð forsetans við NFL-leikmönnum sem mótmæltu á meðan þjóðsöngurinn væri leikinn sýndu að hann væri ekki hæfur til að leiða þjóðina.

„Hann áttar sig ekki á því hversu margar krakkar, sama af hvaða kynþætti, leita til forsetans eftir ráðum og leiðtogahæfileikum. Hann skilur það ekki,“ sagði James og ítrekaði að Trump hefði misskilið mótmæli NFL-leikmannanna.

„Þetta snýst ekki um að vanvirða fánann, herinn og fólkið sem hefur starfað í hernum. Þetta snýst um jafnrétti og að hafa tækifærið og frelsið til að tala um það sem er ekki sanngjarnt.“

mbl.is
Vordagar
...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Tek að mér bókanir, umsjá reikninga ofl. Upplýsingar í síma 649-6134...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...