Clinton: Tölvupóstarnir hámark hræsninnar

Jared Kushner, Steve Bannon og Reince Priebus. Allir eru þeir …
Jared Kushner, Steve Bannon og Reince Priebus. Allir eru þeir sagðir hafa notað einkanetföng sín í opinberum erindagjörðum. AFP

Hillary Clinton segir fréttir af því að sex embættismenn í Hvíta húsinu hafi notað einkanetföng sín til að sinna opinberum störfum „hámark hræsninnar“.

Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi Clinton ítrekað í kosningabaráttunni í fyrra fyrir að hafa notað einkanetfang sitt í tengslum við vinnuna á þeim tíma sem hún gegndi embætti utanríkisráðherra.

Nú hefur tengdasonur Trumps, Jared Kushner, og fimm aðrir embættismenn í Hvíta húsinu gengist við því að hafa notað einkanetföng sín til að sinna opinberum störfum. Bandaríkjaþing hefur í kjölfarið farið þess á leit við Hvíta húsið að veittar verði frekari upplýsingar um málið.

„Þetta er bara hámark hræsninnar,“ sagði Clinton í samtali við Sirius XM radio útvarpsstöðina. Ríkisstjórn Trumps „vissi að það var enginn grunnur fyrir þessari oföndun“ varðandi tölvupósta hennar.

„Þetta er eitthvað sem, ef þeim væri alvara með þessu, þá væru þingmenn repúblikana nú að fara fram á rannsókn,“ bætti hún við.

Sagði Clinton notkun sína á einkanetfanginu í tíð sinni sem utanríkisráðherra hafa verið „heimskuleg mistök“, en enn „heimskulegra hneykslismál“.

BBC segir Kushner, sem er einn af æðstu ráðgjöfum Trump, hafa verið beðinn um að varðveita alla tölvupósta sína.

New York Times segir þá starfsmenn Hvíta hússins sem einnig hafi notað eigin netföng vera fyrrverandi ráðgjafa Trump Steve Bannon, fyrrverandi starfsmannastjórann Reince Priebus og ráðgjafana Gary D Cohn og Stephen Miller.

Í yf­ir­lýs­ingu frá lög­fræðingi Kushners, Abbe Lowell, segir að Kushner hafi notað Hvíta húss net­fangið sitt til að sinna störf­um Hvíta húss­ins.

„Inn­an við hundrað póst­ar frá því í janú­ar og til loka ág­úst voru annaðhvort send­ir af Kus­hner í gegn­um einka­net­fangið eða sem svar frá hon­um við póst­um koll­ega í Hvíta hús­inu.

Yf­ir­leitt eru þetta frétta­grein­ar eða póli­tísk­ar grein­ar sem er verið að áfram­senda og þetta gerðist oft­ast þegar ein­hver átti frum­kvæðið að senda póst­inn á einka­net­fang hans, frek­ar en net­fang hans í Hvíta hús­inu,“ sagði Lowell.

Tekið er fram í al­rík­is­reglu­gerðum hvernig fara eigi með gögn tengd for­seta­embætt­inu eða starfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Seg­ir BBC að með því að nota einka­net­fang sé hægt að gera gögn óaðgengi­leg fyr­ir blaðamenn og þing­menn sem óska gagna á grund­velli upp­lýs­ingalaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert