Flugliði grunaður um að vera drukkinn um borð

AFP

Lögreglan á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi handtók einn úr áhöfn farþegaþotu SAS í gær þegar vélin kom úr flugi frá Hong Kong. Félagar flugliðans höfðu haft samband við lögreglu og tilkynnt að þá grunaði að viðkomandi væri undir áhrifum áfengis í fluginu.

Upplýsingafulltrúi SAS, Fredrik Henriksson, staðfestir þetta í samtali við Aftonbladet í gær. Hann og lögregla staðfesta við blaðið að lögreglan hafi farið með starfsmann SAS í blóðsýnatöku.

Henriksson segir SAS líta málið alvarlegum augum enda gerir flugfélagið kröfu um það að ekki megi bragða áfengi að minnsta kosti í átta klukkustundir fyrir flug. Gildir þetta um aðra í áhöfn en flugmenn því enn lengri tími þarf að líða frá neyslu áfengis hjá þeim en öðrum í áhöfn flugvéla.

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert