Skaut þrjá Ísraela til bana

Ísraelskir hermenn á Vesturbakkanum.
Ísraelskir hermenn á Vesturbakkanum. AFP

Þrír Ísraelar voru skotnir til bana af palestínskum manni við innganginn að landtökubyggð gyðinga á Vesturbakkanum. Þetta kemur fram á vef BBC og er haft eftir ísraelsku lögreglunni.

Árásarmaðurinn var skotinn til bana en ekki hefur verið upplýst um hver hann er annað en að hann sé Palestínumaður.

Hann á að hafa komið að Har Adar-hliðinu ásamt palestínskum verkamönnum sem voru á leið inn á landtökubyggðina. Hann hóf síðan skothríð á ísraelsku lögregluna. Fjórir eru alvarlega særðir en ekki hefur komið fram hvort öll fórnarlömbin séu lögreglumenn.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni er landtökubyggð Ísraela skammt frá nokkrum þorpum Palestínumanna. Frá því í október 2015 hafa 295 Palestínumenn eða arabískir Ísraelar verið drepnir í átökum milli fylkinga. 50 Ísraelar, tveir Bandaríkjamenn, tveir Jórdanar, Erítreumaður, Súdani og Breti verið drepnir. 

Ísraelsk yfirvöld segja að flestir Palestínumennirnir sem hafa verið drepnir hafi verið með hnífa eða byssu á sér eða hafi ætlað sér að fremja árás með því að keyra á fólk. Aðrir hafa verið skotnir til bana í mótmælum eða átökum. Einhverjir hafa verið drepnir í loftárásum Ísraela á Gaza.

Ísraelskur hermaður með palestínskan dreng í haldi í Hebron á …
Ísraelskur hermaður með palestínskan dreng í haldi í Hebron á Vesturbakkanum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert