Telja að Hammarskjöld hafi verið myrtur

Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1953-1961.
Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna 1953-1961. Ljósmynd/Wikipedia.org

Dag Hammarskjöld, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var myrtur. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Sameinuðu þjóðanna.

Hammarskjöld, sem var sænskur ríkisborgari, gegndi starfi framkvæmdastjóra SÞ frá 1953-1961, þegar hann lést í flugslysi í Sambíu ásamt 15 öðrum. Stuttu eftir slysið kom upp orðrómur því tengdu að vélinni hefði verið grandað.

Útgáfa bók­ar­inn­ar „Who kil­led Hamm­arskjöld?“ árið 2011, eft­ir rit­höf­und­inn og blaðamann­inn Sus­an Williams, vakti áhuga fólks á mál­inu á ný eft­ir að þar komu fram vitn­is­b­urðir sem ekki höfðu komið til at­hug­un­ar áður.

Alls­herj­arþing SÞ samþykkti árið 2014 ein­hljóða til­lögu um að skipa sjálf­stæða nefnd sér­fræðinga til að skoða nýj­ar upp­lýs­ing­ar um flug­slysið sem varð Hamm­arskjöld að bana. António Guterres, framkvæmdastjóri SÞ, tók við skýrslunni í síðasta mánuði sem inniheldur meðal annars gögn sem koma frá ríkisstjórnum Bretlands, Belgíu, Kanada og Þýskalands.

Sönnunarbyrði hjá breskum og bandarískum yfirvöldum

Í umfjöllun The Guardian um skýrsluna kemur fram að talstöðvarsamskipti breskra og bandarískra yfirvalda gefa til kynna hvað átti sér stað í aðdraganda brotlendingar flugvélarinnar. Vélin var á leið til Kongó þar sem Hammarskjöld var á leið á friðarsamningafund með uppreisnarmönnum frá Katanga-héraði og stjórnarher þar í landi.

Í skýrslunni kemur fram að þrjár orrustuvélar á vegum Frakka voru nýttar til árása á þessu svæði. Franskur diplómati, Claude de Kemoularia, greindi skýrsluhöfundi frá samtali sínu við belgískan flugmann, sem var málaliði uppreisnarmanna, sem hafi skotið viðvörunarskotum að vél sem var á svipuðum stað og flugvélin sem Hammarskjöld ferðaðist með.

Höfundur skýrslunnar, Mohamed Chande Othman, fyrrum forseti hæstaréttar Tansaníu, segir sönnunarbyrðina nú hvíla hjá breskum og bandarískum yfirvöldum, þar sem þau búi yfir talstöðvarupplýsingum sem sýna hvað átti sér stað í raun og veru.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert