Fimm í haldi vegna sprengjufundar í París

Sprengjan fannst í húsi skammt frá Porte d'Auteuil lestarstöðinni.
Sprengjan fannst í húsi skammt frá Porte d'Auteuil lestarstöðinni. AFP

Franska lögreglan handtók um helgina fimm manns, þar af einn sem er á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn, í París. Fólkið var handtekið eftir að heimatilbúin sprengja fannst í einu af fínasta hverfi borgarinnar.

Íbúi í Porte d'Auteuil hluta 16. hverfis hafði samband við lögreglu aðfararnótt laugardags eftir að hann sá tvo gaskúta í anddyri hússins sem hann býr í. Við þá var festur farsími sem enn er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir gaskútar fyrir utan húsið. Er talið að farsíminn hafi átt að kveikja á sprengjunni.

AFP

Gérard Collomb innanríkisráðherra segir að einn hinna handteknu hafi verið á lista lögreglunnar yfir meinta hryðjuverkamenn. „Þetta sýnir að hættan er enn veruleg í Frakklandi,“ sagði hann í útvarpsviðtali í morgun. Mikilvægt sé að áfram gildi hörð öryggislög í landinu en tekist er á um það á franska þinginu í dag. Löggjöfin, sem hefur verið í gildi undanfarin ár veitir lögreglu og stjórnvöldum mun meiri völd en venjulegt er og hefur þetta verið harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum og sérfræðingum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Alls hefur 241 látist í árásum vígamanna í Frakklandi frá árinu 2015. Komið hefur verið í veg fyrir á annan tug árása það sem af er árinu. 

mbl.is
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....