Fimm í haldi vegna sprengjufundar í París

Sprengjan fannst í húsi skammt frá Porte d'Auteuil lestarstöðinni.
Sprengjan fannst í húsi skammt frá Porte d'Auteuil lestarstöðinni. AFP

Franska lögreglan handtók um helgina fimm manns, þar af einn sem er á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn, í París. Fólkið var handtekið eftir að heimatilbúin sprengja fannst í einu af fínasta hverfi borgarinnar.

Íbúi í Porte d'Auteuil hluta 16. hverfis hafði samband við lögreglu aðfararnótt laugardags eftir að hann sá tvo gaskúta í anddyri hússins sem hann býr í. Við þá var festur farsími sem enn er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir gaskútar fyrir utan húsið. Er talið að farsíminn hafi átt að kveikja á sprengjunni.

AFP

Gérard Collomb innanríkisráðherra segir að einn hinna handteknu hafi verið á lista lögreglunnar yfir meinta hryðjuverkamenn. „Þetta sýnir að hættan er enn veruleg í Frakklandi,“ sagði hann í útvarpsviðtali í morgun. Mikilvægt sé að áfram gildi hörð öryggislög í landinu en tekist er á um það á franska þinginu í dag. Löggjöfin, sem hefur verið í gildi undanfarin ár veitir lögreglu og stjórnvöldum mun meiri völd en venjulegt er og hefur þetta verið harðlega gagnrýnt af mannréttindasamtökum og sérfræðingum hjá Sameinuðu þjóðunum.

Alls hefur 241 látist í árásum vígamanna í Frakklandi frá árinu 2015. Komið hefur verið í veg fyrir á annan tug árása það sem af er árinu. 

mbl.is
Au Pair London
Au Pair óskast til að aðstoða Íslenska/Ný Sjálenska fjölskyldu í London með tvö ...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...