Póstburðarmenn fara brátt í verkfall

Póstkassi á bresku safni um póstburð.
Póstkassi á bresku safni um póstburð. AFP

Starfsmenn breska póstþjónustufyrirtækisins Royal Mail hafa boðað til 48 klukkustunda verkfalls 19. október vegna deilna um lífeyrisgreiðslur, laun og vinnutíma. Stéttarfélagið hefur greint stjórn Royal Mail frá því að um 111.000 starfsmenn póstsins muni leggja niður störf um hádegi sama dag. BBC greinir frá.  

Greidd voru atkvæði um verkfallsaðgerðir og kusu 89,1% starfsmanna um að boða til verkfalls. Atkvæðagreiðslan er jafnframt sú fyrsta frá því slíkt ákvæði var samþykkt en til að unnt sé að boða til verkfalls þurfa 50% félagsmanna að greiða atkvæði með verkfalli. 

Viðræður hafa staðið á milli deiluaðila undanfarna 18 mánuði en án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert