Stofna sjóð í minningu Wall

Sænska blaðakonan Kim Wall. Fjölskylda hennar hefur nú stofnað minningarsjóð ...
Sænska blaðakonan Kim Wall. Fjölskylda hennar hefur nú stofnað minningarsjóð sem styrkja á aðrar ungar blaðakonur. AFP

Sænskir líkhundar, sem þjálfaðir eru í leit á vatni, áttu þátt í því að danska lögreglan fann um helgina fætur og höfuð sænsku blaðakonunnar Kim Wall. Þá áttu sérfræðingar í hafstraumum við Árósaháskóla einnig þátt í fundinum að sögn Jens Møller Jensen, lögreglustjóra Kaupmannahafnar.

Hundarnir höfðu gefið í skyn að eitthvað væri að finna um 1.000 metra frá þeim stað sem kafarar fundu fætur og höfuð Wall.

„Það hafði enginn trú á að lykt af líkamshlutunum gæti borist svo langt,“ hefur danska ríkisútvarpið DR eftir Jensen. Þekking fræðimanna á hafstraumum á svæðinu hafi þó leitt til þess að leitað var þar.

Auk líkamshlutanna fundu kafarar poka með peysu, pilsi, sokkabuxum og skóm. Í pokanum lá einnig hnífur, en allir pokarnir voru þyngdir niður með járnhlutum.

Fundurinn á höfði Wall þykir sérlega mikilvægur, en Peter Madsen, sem hef­ur verið í haldi lög­regl­unn­ar frá því ág­úst, seg­ist hafa hent líki henn­ar frá borði eft­ir að járn­hleri hafi fallið á höfuð henn­ar. Engir áverkar fundust þó á höfðinu, sem er í mótsögn við þessa fullyrðingu Madsen.

Leitinni er þó enn ekki lokið og ætlar danska lögreglan að reyna að hafa líka uppi á höndum Kim, bæði vegna rannsóknar málsins og ekki síður fyrir fjölskyldu hennar.

Vilja styrkja aðrar ungar blaðakonur

Fjölskylda Wall birti um helgina myndband um ævi og uppvaxtarár blaðakonunnar og tilkynnti um leið um stofnun sjóðs sem ætlaður er til að styðja ungar blaðakonur, að því er danska blaðið Politiken greinir frá.

Í myndbandinu segja móðir hennar Ingrid, faðir hennar Joachim og bróðir hennar Tom frá uppvaxtarárum Kim, skólaárum hennar og starfi hennar sem blaðamaður. „Það var aldrei neinn efi [á að hún yrði blaðamaður]. Það eru svo margar sögur sem Kim vildi segja, örlög svo margra sem hún vildi að heimurinn vissi af. Metnaðurinn flutti Kim til hinna ýmsu heimshluta,“ sagði fjölskyldan.

Myndbandinu hefur verið komið fyrir á YouTube af styrktarsjóðnum „Remembering Kim“ og hafa 87.000 dollarar nú safnast í sjóðinn frá fólki víðsvegar að í heimunum.

„Við viljum að andi hennar og sál lifi áfram og það viljum við gera í gegnum Kim Wall-sjóðinn. Með honum viljum við hjálpa öðrum góðum blaðamönnum að halda áfram þeirri góðu vinnu sem væri í anda Kim. Hún á það inni hjá okkur,“ sagði Ingrid Wall.

mbl.is
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...