Stórbruni í vínhéruðum Kaliforníu

Skógareldar geisa í vínhéruðum í Kaliforníu.
Skógareldar geisa í vínhéruðum í Kaliforníu. AFP

Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda í Napa, Yuba og Sonoma, vínhéruðum Kaliforníu. BBC greinir frá því að minnsta kosti einn er látinn og tveir eru alvarlega slasaðir. Fjölda fólks er saknað.  

Ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfir neyðarástandi og slökkviliðsmenn reyna nú hvað sem þeir geta til að ná tökum á eldinum.

„Eldarnir hafa eyðilagt byggingar og halda áfram að ógna fjölda heimila, sem gerir brottflutning þúsunda íbúa nauðsynlegan,“ segir í tilkynningu frá Edmund G. Brown, ríkisstjóra Kaliforníu.

Um 1500 byggingar hafa eyðilagst í brunanum, sem hófst á sunnudag. Eldsupptök eru ekki kunn.

Veðurskilyrði til slökkvistarfs eru ekki hagstæð. Heitt er í veðri, mjög vindasamt og lágt rakastig.

Bruggverksmiðjan Signarello Estate brann til kaldra kola í Napa.
Bruggverksmiðjan Signarello Estate brann til kaldra kola í Napa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert