Allt strandar á „skilnaðarsamkomulaginu“

Michel Barnier segir áhyggjuefni hversu lítið hefur þokast í viðræðum ...
Michel Barnier segir áhyggjuefni hversu lítið hefur þokast í viðræðum um hið svokallaða skilnaðarsamkomulag. AFP

Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í Brexit-viðræðunum, segir enn skorta á þann árangur sem þarf að nást áður en hægt er að hefja næsta stig viðræðna, líkt og Bretar hafa lýst vilja til.

Hann sagði að nokkur hreyfing væri komin á málið en aðilar hefðu enn ekki náð saman um svokallað „skilnaðarsamkomulag“. Sagðist hann vonast til að sjá árangur hvað þetta varðar innan tveggja mánaða.

Samkomulagið varðar fjárhagslegar skuldbindingar Breta gagnvart Evrópusambandinu.

Í þessari viku fer fram fimmta lota viðræðna Evrópusambandsins og Breta en Barnier sagðist ekki geta lagt það til við leiðtogaráð ESB í næstu viku að hefja viðræður um tilhögun sambands ESB og Bretlands til framtíðar.

Brexit-ráðherra Breta, David Davis, hefur hvatt leiðtogana til að veita Barnier umboð til að hefja viðræður um viðskiptasamband ESB og Bretlands en þeir koma saman til fundar 19. og 20. október nk.

Barnier sagðist hins vegar miða að þáttaskilum í desember og sagði yfirlýsingu Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þess efnis að Bretar hygðust heiðra skuldbindingar sínar gagnvart ESB mikilvæga.

Bretar hefðu hins vegar ekki viljað nefna neinar upphæðir og því hefðu mál ekki þokast áfram. Sagði hann það áhyggjuefni.

Að sögn Barnier er skilnaðarsamkomulagið eitt þriggja atriða þar sem ESB mun ekki gefa eftir. Hin varða rétt ríkisborgara Evrópusambandsríkjanna og landamærin að Norður-Írlandi.

Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, varaði við því fyrr í vikunni að aðilar þyrftu að huga að því í hvað stefndi.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
DEK 30 KW Rafstöðvar
Eigum 30 kw rafstöð á lager, góð reynsla, og varahlutaþjónusta. 1275.000 + vsk ...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Ukulele
...
 
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...