Lifðu af tíu daga í óbyggðum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Mæðgin, kona og níu ára gamall sonur hennar, lifðu af eldraun í óbyggðum Ástralíu þegar tveggja tíma göngutúr endaði í tíu daga dvöl án matar. Þau héldu í sér lífi með því að nota laufblöð til að safna drykkjarvatni.

Konan , sem er fertug að aldri, og sonur hennar ætluðu í tveggja tíma göngutúr í Mount Royal þjóðgarðinum í Hunter-héraði en villtust, segir lögreglan í New South Wales. Þegar þau fundust loksins voru þau flutt á sjúkrahús en þau eru bæði með mjög slæm skordýrabit og þjást af ofþornun. Þrátt fyrir það séu þau í góðu ástandi miðað við aðstæður.

Að sögn leitarmanna voru aðstæður til leitar mjög erfiðar á köflum en leit hófst eftir að bíll þeirra fannst á bílastæði í þjóðgarðinum á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert