Rafmagnslaust í þrjár vikur

Fellibylurinn María olli gífurlegu tjóni á Púertó Ríkó
Fellibylurinn María olli gífurlegu tjóni á Púertó Ríkó AFP

Um þremur vikum eftir að fellibylurinn María reið yfir Púertó Ríkó er að mestu leyti enn rafmagnslaust á eyjunni. Varnarmálaráðuneytið segir er að um 16% landsins sé tengt rafmagni en yfirvöld á eyjunni segja hlutfallið vera nær 10%. ABC greinir frá. 

Það að koma rafmagni aftur á er helst forgangsatriði stjórnvalda samkvæmt ríkisstjóra Púertó Ríkó en unnið er hörðum höndum að því að koma rafmagni aftur á. 

Þrátt fyrir að rafmagnið sé af skornum skammti hefur tekist að koma símsambandi á á stærstum hluta eyjunnar auk þess sem 64% eyjabúa hafa aðgang að drykkjarvatni en samt sem áður er mælt með því að vatn sé soðið. 

Enn eru tæplega 600 manns í bráðabirgðaskýlum sem komið var upp eftir að fellibylurinn fór yfir eyjuna en tekist hefur að opna nær alla spítala eyjunnar þrátt fyrir að starfsgeta margra þeirra sé takmörkuð vegna rafmagnsleysisins. 

Frétt mbl.is Trump kvart­ar yfir kostnaði felli­bylj­anna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert