Tekinn af lífi í nótt eftir að áfrýjun var hafnað

Maðurinn var sakaður og fundinn sekur um morð á fangaverði ...
Maðurinn var sakaður og fundinn sekur um morð á fangaverði árið 1999. AFP

Fangi á dauðadeild í fangelsi í Texas bíður þess nú að vera tekinn af lífi, en lokaáfrýjun hans var hafnað af Hæstarétti Bandaríkjanna fyrr í dag.

Maðurinn sem heitir Robert Pruett og er 38 ára gamall hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu, en hann var sakaður og dæmdur fyrir morð á fangaverði árið 1999. Samfangar hans vitnuðu gegn honum og sögðu hann hafa stungið fangavörðinn.

Verjandi Pruett hefur sagt að vitnisburðurinn hafi verið litaður af einhverskonar samkomulagi sem gert hafi verið við fangana og að morðið á fangaverðinum hafi verið til að ekki kæmist upp um spillingu innan fangelsisins.

Meðal annars óskaði verjandinn eftir því að gerð væru frekari DNA próf í tengslum við morðvopnið, en niðurstöður þess prófs voru ófullnægjandi. Var því farið fram á frekari DNA próf á öðrum sönnunargögnum, en Hæstirétturinn hafnaði þeirri beiðni.

Með þessari aftöku hafa 20 manns verið teknir af lífi í Bandaríkjunum það sem af er ári, en það eru jafn margir og allt síðasta ár. Þá er þetta sjötta aftakan í Texas, en það er það ríki sem tekur flesta fanga af lífi ár hvert.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Sundföt
...
Vatnstúrbínur
Getum boðið allar gerðir af turbínusettum Hagstætt verð. Vélasala Holts Snæ...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...