Ophelia á hraðferð yfir Atlantshafi

AFP

Fellibylurinn Ophelia er á hraðferð yfir Atlantshafið og stefnir í átt að portúgölsku Azor-eyjunum. Ophelia er annars stigs fellibylur og mælist vindhraðinn 47 metrar á sekúndu þessa stundina.

Fellbyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að í nótt hafi miðja fellibylsins verið 670 mílur suðvestur af Azoreyjum og búast megi við því að hann magnist umtalsvert á hraðferð sinni til Portúgal.

Aftur á móti megi búast við því að hann veikist aðfararnótt laugardags. Varað er við mikilli úrkomu á Azor-eyjum á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert