Veðurskilyrði torvelda slökkvistarf

Slökkviliðsmenn vinna nú dag og nótt við að ná niðurlögum …
Slökkviliðsmenn vinna nú dag og nótt við að ná niðurlögum skógarelda í fimm sýslum í Kaliforníu. AFP

Slökkviliðsstjóri Kaliforníu, Ken Pimlott, hefur varað við skógareldar sem geisað hafa í ríkinu frá því á sunnudag komi til með að versna enn frekar um helgina vegna mikilla þurrka og óhagstæðrar vindáttar. BBC greinir frá. 

Í gær bættust þúsundir slökkviliðsmanna bættust í hóp þeirra sem berjast nú við 17 stóra skógar­elda sem lagt hafa í auðn um 89.700 hekt­ara lands. 35 eru látnir og yfir 90.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins.

Veðurskilyrði til slökkvistarfs eru ekki ákjósanleg. Hár lofthiti, lítill raki og miklar vinhviður gera slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Ef nýir eldar kvikna geta þeir dreifst mjög hratt,“ aðvarar veðurfræðingurinn Brooke Bingaman.

Búist er við að tala látinna muni hækka. 235 manns er saknað, einungis í Sonoma sýslu, en eldarnir dreifa sér yfir fimm sýslur.

Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, mun heimsækja þau svæði sem hafa farið verst út úr eldunum í dag ásamt tveimur öldungardeildarþingmönnum. „Við munum halda áfram að vinna dag og nótt ásamt samstarfsfólki okkar í ríkinu og hjá alríkinu til að berjast við eldana og hjálpa íbúum á þessum erfiðu tímum,“ segir Brown. 

Skógareldar hafa logað í Kaliforníu frá því á sunnudag.
Skógareldar hafa logað í Kaliforníu frá því á sunnudag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert