Viðbrögðin minna á snjóflóð

Konur sem hafa stigið fram og lýst áreitni af hálfu …
Konur sem hafa stigið fram og lýst áreitni af hálfu Harvey Weinstein: Rose McGowan, Angelina Jolie, Asia Argento, Gwyneth Paltrow, Ashley Judd, Lea Seydoux, Mira Sorvino, Rosanna Arquette, Louisette Geiss, Kate Beckinsale, Lauren Sivan, Jessica Barth, Elizabeth Karlsen, Emma De Caunes og Judith Godreche. AFP

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein verður jafnvel rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni í dag en neyðarfundur verður haldinn í stjórn akademíunnar í dag. 

Weinstein hefur verið sakaður um að hafa áreitt margar leikkonur kynferðislega og nauðgað fjórum þeirra. Fyrr í vikunni var honum vikið úr bresku kvikmyndaakademíunni, BAFTA, vegna málsins.

Nú er rætt um það í bandarískum fjölmiðlum að kvikmyndafyrirtæki Weinstein-bræðranna verði selt. Bróðir Harvey Weinstein, Bob, neitar þessu hins vegar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun.

„Viðskiptabankar okkar, samstarfsaðilar og hluthafar, styðja fyrirtæki okkar af heilum hug,“ segir hann í tilkynningu.

Helst er hægt að líkja viðbrögðum við frétt New York Times, um brot Weinstein gagnvart konum um áratuga skeið, við snjóflóð. Á hverjum degi bætast við frásagnir kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi og áreitni af hans hálfu. 

Stjórn bandarísku akademíunnar sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem hún fordæmdi „andstyggilegt“ og „viðbjóðslegt“ framferði Weinsteins og sagði að hegðun hans samræmdist ekki þeim siðferðiskröfum sem gerðar væru til félaga í akademíunni. 

Ekki er búist við því að stjórnin boði til blaðamannafundar eftir fundinn en hann verður haldinn klukkan 10 að staðartíma, klukkan 17 að íslenskum tíma. Send verður út fréttatilkynning eftir fundinn.

KvikmyndirWeinstein hafa fengið yfir 300 Óskarstilnefningar og hlotið 81 Óskarsstyttu, samkvæmt upplýsingum fráWeinsteinCompany semHarvey ogBob stofnuðu eftir söluna áMiramax.

Höfuðstöðvar Weinstein Company í Tribeca hverfinu í New York.
Höfuðstöðvar Weinstein Company í Tribeca hverfinu í New York. AFP

Vonast eftir því að fá annað tækifæri

Meðal leikkvenna sem hafa stigið fram og lýst kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu Weinstein, eru Mira Sorvino, Rosanna Arquette, Gwyneth Paltrow, Angelina Jolie og  Lea Seydoux. 

Weinstein hefur aðeins sést opinberlega í eitt skipti undanfarna daga en það var á miðvikudag þegar æsifréttaljósmyndari náði mynd af honum yfirgefa heimili dóttur sinnar í Los Angeles.

Haft er eftir honum á ABC að hann þurfi á aðstoð að halda. Honum líði eðlilega ekki vel og minnti á að öllum geti orðið á mistök. Weinstein segist vonast til þess að hann fái annað tækifæri. 

Slúðurvefurinn TMZ greinir frá því að Weinstein sé farinn í meðferð í Arizona, sennilega The Meadows sem er skammt frá Phoenix. Meðferðarstöðin er vinsæl meðal fræga fólksins en meðal fyrrverandi sjúklinga eru kylfingurinn Tiger Woods og fyrirsætan Kate Moss. Heimildir BBC herma aftur á móti að hann sé í Evrópu.

Weinstein hefur ekki fengið mikla samúð frá almenningi ef marka má skoðanakönnun sem birt var í gær en mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt töldu rétt að rekaWeinstein úr kvikmyndaakademíunni.

AFP

Sex af hverjum tíu segja að þeim sé til efst að þeir muni fylgjast með afhendingu Óskarsverðlaunanna í febrúar ef Weinstein verður þar. Í fyrra var það of hvít Óskarsverðlaun en nú virðist sem „kynlífsóargadýr“ hafi tekið yfirhöndina, segir Jeetendr Sehdev sem er betur að sér í málefnum fræga fólksins en flestir aðrir, í samtali við AFP fréttastofuna.

Káfarinn Stone og fallandi stjarna DKNY

Fáir aðrir hafa tekið upp hanskann fyrir Weinstein aðrir en kvikmyndagerðarmaðurinn Oliver Stone og tískuhönnuðurinn Donna Karan.

Oliver Stone.
Oliver Stone. AFP

Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Stone bað fólk um að halda ró sinni og varaði við því að sjálfskipaðir löggæslumenn tækju að sér réttarkerfið var hann sjálfur sakaður um að hafa káfað fyrrverandi Playboy-fyrirsætu, Carrie Stevens.

Hún skrifar á Twitter að þegar hún heyrði um Twitter þá hafi minning um Stone rifjast upp. „Þegar hann gekk framhjá mér og greip í brjóstin á mér... Líkur sækir líkan heim.“

Donna Karan gekk lengra í stuðningi sínum og vöktu ummæli hennar litla hrifningu en hún sagði að konur hafi verið að biðja um viðbrögð Weinstein með því að klæða sig ósæmilega. 

Á samfélagsmiðlum hafa viðbrögðin verið harkaleg. Leikkonurnar Mia Farrow og Rose McGowen munu ekki framar ganga í fatnaði Donnu Karan og ekki heldur þáttastjórnandinn Megyn Kelly. 

Nordstrom vöruhúsið hefur fengið yfir átta þúsund beiðnir á netinu um að hætta að selja DKNY og önnur merki tengd Donnu Karan. Hlutabréf í fyrirtækinu sem á  Donna Karan International hafa lækkað um 10% á einni viku.

„Það sem hún gerði voru hræðileg mistök,“ segirPaulaRosenblum, einn eigendaRetailSystemsResearch. Hún einfaldlega eyðilagði vörumerkið, segirRosenblun. 

Donna Karan.
Donna Karan. AFP

Karan hefur síðan hún lét ummælin falla á sunnudagskvöldið beðist afsökunar og segist ekki telja að kynferðisleg áreitni sé í lagi og það verði að halda því til haga að þar skipti engu hver eigi hlut að máli. Kynferðisleg áreitni eig aldrei að líðast. 

„Ég vil biðja alla þá afsökunar sem ég hef móðgað og alla þá sem hafa verið fórnarlömb,“ segir í skriflegri yfirlýsingu sem almannatengslafyrirtæki hennar hefur sent frá sér. 

Svívirðileg hegðun valdamikilla karla

Svívirðileg hegðun valdamikilla karla gagnvart varnarlausum ungum konum hefur komið upp á yfirborðið ítrekað undanfarin ár. Hegðun sem var látin viðgangast áratugum saman, svo sem af hálfu Bill Cosby og Jimmy Saville. 

Tugir kvenna hefur stigið fram undanfarin ár og sakaðCosby um að hafa byrlað sér ólyfjan og nauðgað en samt hefur aðeins eitt slíkt mál ratað inn í dómskerfið. Þar tókst kviðdómi ekki að komast að einhliða niðurstöðu þannig að réttarhöldin voru ómerk í júní. Annað mál gegn honum verður tekið fyrir í Pennsylvaníu í apríl á næsta ári.

Bill Cosby.
Bill Cosby. AFP

Kristen Houser, talskona Miðstöðvar kynferðisbrota í Bandaríkjunum, National Sexual Violence Resource Center, segir að mynstrið sé oft svipað í þessum málum. Kynferðisglæpamenn viti hvað virki og hvað ekki. Þeir læri af reynslunni og nýta sér það við ofbeldið sem þeir fremja ítrekað. 

GeðlæknirinnJudiBloom segir að fyrir kynferðisglæpamenn séu brotin helgiathöfn sem lætur þeim líða vel ogGayleWyatt, sálfræðingur og meðferðarsérfræðingur í kynlífsfíkn, tekur í svipaðan streng í samtali viðAFP fréttastofuna.

Eiginkona Harvey Weinstein, Georgina Chapman, er farin frá honum og …
Eiginkona Harvey Weinstein, Georgina Chapman, er farin frá honum og ætlar að óska eftir skilnaði. AFP

Í flestum tilvikum nálgast fólk aðra á svipaðan hátt þegar kemur að makaleit en hvernig Weinstein virðist fá fullnægju með því að nálgast ungar leikkonur sé ekki hefðbundið ferli kynferðisglæpamanna. 

Telja sig þurfa að láta undan

Talsmaður Weinstein hefur haldið því fram að um samþykki kvennanna hafi verið að ræða og Bloom tekur undir það í ákveðnum tilvikum.

„Það er þegar þær telja sig skuldbundnar til þess að láta undan kynferðisglæpamanninum,“ segir Bloom. „Þeim líður eins og þær hafi ekki aðra möguleika í stöðunni en að láta undan.“

Í flestum tilvikum sem hafa verið nefnd til sögunnar hefur áreitnin átt sér stað á hótelherbergjum eða veitingastöðum. 

Konur sem hafa stigið fram og lýst áreitni af hálfu …
Konur sem hafa stigið fram og lýst áreitni af hálfu Harvey Weinstein: Rose McGowan, Angelina Jolie, Asia Argento, Gwyneth Paltrow, Ashley Judd, Lea Seydoux, Mira Sorvino, Rosanna Arquette, Louisette Geiss, Kate Beckinsale, Lauren Sivan, Jessica Barth, Elizabeth Karlsen, Emma De Caunes og Judith Godreche. AFP

Bloom segir að það sé hefðbundin hegðun hjá kynferðisbrotamönnum. „Þetta er ekki eitthvað sem þú gerir heima hjá þér þannig að þetta á sér yfirleitt stað í hótelherbergjum, kennslustofum, eftir vinnu, í kirkjum, á ólíkum stöðum,“ segir Bloom. 

Völd eru heldur ekki einskorðuð við Hollywood því níðingar með völd leynast alls staðar - að þeir sem eru með völdin beiti þeim gagnvart valdaminni. „Það getur verið forstjóri fyrirtækis, prestur eða einhver annar,“ bætir Bloom við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert