Kaepernick í mál við eigendur NFL-liða

Kaepernick kraup á kné þegar þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik.
Kaepernick kraup á kné þegar þjóðsöngurinn var leikinn fyrir leik. AFP

NFL-leikmaðurinn Colin Kaepernick hefur verið í mál við eigendur liða í NFL-deildinni í Bandaríkjunum. Hann telur að eigendurnir hafi ákveðið sín á milli að ráða hann ekki til að leika með þeim vegna mótmæla gegn kynþáttafordómum sem hann hóf á síðasta keppnistímabili.

Kaepernick, sem er 29 ára gamall, hefur verið án liðs síðan hann yfirgaf San Francisco 49ers í vor eftir að síðasta keppnistímabili lauk.

Hann mótmæli fyrst í ágúst í fyrra þegar hann sat á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn fyrir leik. Síðar ákvað hann að mótmæla frekar með því að krjúpa á kné. Með því vildi hann mótmæla óréttlæti sem blökkumenn búa við í Bandaríkjunum. 

„Markmið Colin Kaepernick hefur alltaf verið, og verður áfram, að fá eðlilega meðferð sem leikmaður í deildinni. Hann vonast eftir því að snúa aftur á völlinn,“ segir meðal annars í yfirlýsingu sem lögfræðingar Kaepernick sendu frá sér.

Fjöldi leikmanna í NFL-deildinni og öðrum íþróttum hefur fylgt fordæmi Kaepernick síðan mótmælin hófust. Donald Trump gagnrýndi mótmælendur harðlega í september, sem varð til þess að mótmælin urðu fleiri.

Robert Kraft, eigandi New England Patriots í NFL-deildinni, sagðist í samtali við BBC að hann hefði aldrei heyrt neinn tala um að útiloka Kaepernick.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert