Milljónir kvenna deila #Ég líka

Twitter-herferð leikkonunnar Alyssu Milano hefur hvatt milljónir kvenna um heim ...
Twitter-herferð leikkonunnar Alyssu Milano hefur hvatt milljónir kvenna um heim allan til að tjá sig um kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. AFP

Milljónir kvenna um heim allan hafa í dag greint frá því á samfélagsmiðlum að þær hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Frásögnum sínum hafa konurnar deilt undir myllumerkinu #MeToo (#Ég líka), en um er að ræða  her­ferð gegn kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi. 

Sumar kvennanna láta sér nægja að deila yfirlýsingunni #Ég líka, en aðrar deila reynslu sinni og viðbrögðum við henni.

Í gær greindi leik­kon­an Alyssa Milano frá því á Twitter að ef all­ar kon­ur sem hafa orðið fyr­ir slíku of­beldi myndu skrifa færslu und­ir myllu­merk­inu #MeT­oo kæmi senni­lega í ljós hversu al­gengt vanda­málið er.

Rúmlega 46.000 mann höfðu nú í kvöld tjáð sig við færslu Milano, sem leikkonan setti á Twitter-síðu sína sem viðbrögð við þeim fjölda ásakana á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðisbrot sem hafa litið dagsins ljós undanfarið.

Myllumerkið #Me Too hefur í dag verið það vinsælasta á Twitter í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar um heim. Þá hafa um 7 milljónir manna verið að ræða herferðina á Facebook í dag.

 „Ég hef upplifað þetta og alltof margir aðrir hafa gert það líka,“ sagði Twitter-notandinn Concertange. „Þetta er ekki í lagi, það verður að taka þetta alvarlega og þetta verður að hætta að gerast.“

„#Me Too, en þið vissuð það nú þegar, því við þekkjum þetta allar,“ sagði Twitter notandinn Sleepy Spice.

Meðal þekktra einstaklinga sem tekið hafa þátt í herferðinni eru tónlistarkonan Lady Gaga og leikkonurnar Anna Paquin og Evan Rachel Wood og segir Reuters þá síðastnefndu hafa lýst því er henni var nauðgað.

Íslenskar konur hafa heldur ekki látið sitt eftir liggja. Mar­grét Gauja Magnús­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi í Hafnar­f­irði, greindi þannig á Face­book-síðu sinni frá kynferðislegu ofbeldi sem hún sætti af hálfu samstarfsmanns er hún hún starfaði í lögreglunni á yngri árum. Það sama gerði Birna Rún Ei­ríks­dótt­ir, leik­kona. Þá hafa karlmenn einnig lýst reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi undir myllumerkinu #MeToo. „Ég veit ekki hvort þetta telst með, af því að þetta kemur frá samkynhneigðum manni. En þetta hefur gerst, oft og mörgum sinnum,“ sagði leikarinn Javier Munoz, sem leikur í söngleiknum Hamilton á Broadway í New York.

Franskar konur hafa einnig hvatt til þess að endir verði bundin á þöggunina sem fylgt hefur kynferðislegu áreiti og – ofbeldi. Blaðamaðurinn Sandra Muller hefur þannig hleypt af stað sambærilegri öldu í heimalandinu undir myllumerkinu #balancetonporc sem útleggja má „hríndu á grísinn þinn“. Þá hefur útvarpsfréttamaðurinn  Anais Dent deilt sinni sögu af því er hún var 18 ára og í starfsnámi. „Ritstjórinn kyssti mig gegn vilja mínum. Hann var nýbúinn að eignast barn. #balancetonporc.”

mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...