Weinstein varð brjálaður við höfnunina

Lena Heady í hlutverki Cersei Lannister úr sjónvarpsþáttunum Game of ...
Lena Heady í hlutverki Cersei Lannister úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Hún segir Weinstein hafa orðið brjálaðan er hún hafnaði honum.

Breska leikkonan Lena Headey, sem leikur Cersei Lanister í þáttunum Game of Thrones, hefur nú bæst í hóp þeirra leikkvenna sem hafa sakað kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni. Þá hefur Reese Witherspoon lýst því er leikstjóri misþyrmdi henni 16 ára gamalli.

Headey segir í röð færslna á Twitter að Weinstein hafi verið „brjálaður“ þegar hún neitaði honum. Headey bætist þar með í hóp rúmlega 40 kvenna sem hafa sakað framleiðandann um kynferðislegt ofbeldi og -áreitni.

Weinstein sagði sig úr stjórn fyrirtækis síns Weinstein Company fyrr í dag, en hann var rekinn sem forstjóri fyrirtækisins í síðustu viku eftir að fyrstu ásakanir komu upp á hendur honum. Weinstein er sakaður um nauðgun, kynferðislegt ofbeldi og áreitni en hefur staðfastlega neitað öllum ásökunum um að hafa haft samneyti við konur án þeirra samþykkis.

Weinstein hefur einnig verið rekinn úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni.

Í Twitter-færslum sínum lýsir Heady því er hún deildi lyftu með Weinstein, sem hafði boðið henni upp á herbergi sitt til að sýna henni handrit.

„Lyftan var á leiðinni upp og ég sagði við Harvey, „Ég hef ekki áhuga á neinu öðru en vinnu, ekki halda að ég sé að fara með þér inn vegna nokkurs annars. Það er ekkert að fara að gerast“,“ rifjaði hún upp.

„Ég veit ekki hvað kom yfir mig og fékk mig til að tala, en á þeirri stundu fékk ég mjög sterka tilfinningu fyrir því að ég vildi ekki að hann kæmi nærri mér. Hann var þögull eftir að ég talaði. Brjálaður. Hann greip fast í höndina á mér og gekk með mig aftur að lyftunni,“ sagði Headey og kvaðst hafa upplifað sig gjörsamlega máttvana. Á eftir hafi hann hvíslað að sér að hún ætti ekki að segja neinum frá fundi þeirra.

„Ég fór inn í bíl minn og grét.“

Reese Witherspoon segist hafa upplifað reiði í garð umboðsmannanna og ...
Reese Witherspoon segist hafa upplifað reiði í garð umboðsmannanna og framleiðendanna sem hafi látið hana upplifa að þöggun væri skilyrði fyrir ráðningu hennar. mbl.is/AFP

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon greindi frá því í ræðu sem hún hélt í gær á viðburðinum Elle Women in Hollywood að kvikmyndaleikstjóri sem hún nefndi ekki á nafn, hefði misþyrmt sér kynferðislega er hún var 16 ára.

Hún hefði upplifað „reiði [...] í garð umboðsmannanna og framleiðendanna sem hafi látið sig upplifa að þöggun væri skilyrði fyrir ráðningu“ hennar. Þá hafi sér ítrekað verið misþyrmt kynferðislega og hún áreitt á starfsferli sínum. 

Þá lýsti Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence því við sama tilefni er hún var látin standa nakin fyrir framan hóp framleiðenda við leikaraval.

„Eftir þessa niðurlægjandi uppröðun sagði kvenkyns framleiðandi við mig að ég ætti að nota nektarmyndirnar af sjálfri mér sem hvatningu fyrir megrunarkúr,“ sagði Lawrence við áhorfendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Sendiráð óskar eftir fullbúinni íbúð
Við erum með sendiráð sem vantar íbúð í 12 mánuði, frá 1. mars. Íbúðin þarf að v...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...