Ráðgátan leyst – fannst hjá Ellen

The Mandalay Bay Resort and Casino.
The Mandalay Bay Resort and Casino. AFP

Ráðgátan er leyst – öryggisvörðurinn Jesus Campos er kominn fram. Þannig hefst frétt Los Angeles Times í gærkvöldi en Campos er sá sem árásarmaðurinn skaut á hótelinu í Las Vegas áður en hann skaut 58 manns til bana og særði tugi. Margir þeirra eru enn á sjúkrahúsi og í lífshættu. 

Í dag verður Campos gestur þáttastjórnandans Ellen DeGeneres, í þættinum Ellen, en það er fyrsta viðtalið sem hann veitir frá árásinni á Mandalay Bay Resort og Casino 1. október.

DeGeneres birti mynd af Campos á Twitter í gærkvöldi en auk hans verður Stephen Schuck, viðgerðarmaður á hótelinu, sem einnig var á hæðinni sem Stephen Paddock skaut frá umrætt kvöld, í þættinum.

Með myndinni lauk fimm daga vangaveltum um hvar öryggisvörðurinn héldi sig. Hann býr yfir mikilvægum upplýsingum varðandi hver vissi hvað og hvenær áður en skotárásin hófst.

Fréttamenn hafa reynt að hafa uppi á Campos til þess að fá útskýringar á því hvað gerðist síðustu augnablikin áður en Paddock hóf skothríðina út um glugga hótelherbergis síns. Eins að fá svör við því hvers vegna lögreglan brást svo seint við. Eftir að í ljós kom að Campos var skotinn áður en árásin hófst hefur umræðan snúist um viðbrögð lögreglunnar.

Í Las Vegas Review Journal er haft eftir Campos, en um er að ræða hluta af því sem fram kemur í viðtalinu hjá Ellen í dag, að hann er smátt og smátt að jafna sig eftir atburðina 1. október. En fátt kemur fram sem veitir frekari upplýsingar um öryggisgæsluna á hótelinu í Las Vegas eða lögregluna og hennar viðbrögð.

Campos segist hafa fengið viðvörun um að opna hurð á 32. hæð hótelsins. Hann hljóp upp stigann á milli 31. og 32. hæðar en búið var að loka stigaganginum þannig að ekki var hægt að komast inn á hæðina þar sem byssumaðurinn var, á 32. hæðinni. Þar hafði Paddock verið að verki til þess að tryggja sér næði við ætlunarverkið – að skjóta sem flesta gesti á tónlistarhátíðinni. 

Þegar Campos komst loks inn á hæðina sá hann að búið var að koma fyrir járnstykki þannig að ekki var hægt að opna hurðina inn á stigaganginn.

Campos hafði samband við öryggismiðstöð hótelsins sem sendi viðgerðarmann til að kíkja á hurðina. 

„Á sama tíma heyrði ég eitthvað sem ég hélt að væri hljóð frá borvél,“ segir Campos en greint hefur verið frá því að Paddock hafi borað í vegg hótelherbergisins en ekki er vitað hvers vegna.

Þegar Campos gekk eftir hótelganginum, frá herbergi Paddock, heyrðist mikill hávaði þegar hurðin lokaðist á eftir honum og er talið að það hafi vakið athygli Paddocks á veru öryggisvarðarins á hæðinni.

„Þegar ég gekk niður ganginn heyrði ég skothvelli og forðaði mér í skjól,“ segir Campos. Þá var árásarmaðurinn að skjóta í gegnum hurð hótelherbergisins en Campos veit ekki meir annað en að hann fann fyrir bruna og sviða í fótleggnum. Þegar hann togaði buxnaskálmina upp sá hann að honum blæddi og áttaði sig á því að hann hafði fengið skot í sig.

„Það var þá sem ég kallaði í talstöðina að skotum hafi verið hleypt af,“ segir Campos. „Ég ætlaði að segja að ég hafði verið hæfður,“ segir Campos og bætir við að hann hafi hætt við að teppa fjarskiptarásina og því notað frekar símann sinn. 

Viðgerðamaðurinn sem svaraði kalli Campos um að kíkja á hurðina sem var lokuð kom með lyftu starfsfólks upp á hæðina og sá Campos á gólfinu. Hann heyrði skothvelli frá herbergi Paddocks. „Í fyrstu vissi ég ekki að þetta væru skothvellir. Ég hélt að þetta væri loftpressa,“ segir hann. 

Hann segir að Campos hafi kallað ítrekað komdu þér í skjól. Ef hann hefði ekki gert það er Schuck sannfærður um að hann hefði verið skotinn. 

DeGeneres ýjar að því á Twitter að Campos muni ekki veita frekari viðtöl við fjölmiðla og tekur fram að hann fái ekki greitt fyrir að koma fram í þætti hennar. 

Vangaveltur um hvar Campos héldi sig fóru af stað þegar hann yfirgaf hótelherbergi í Las Vegast á fimmtudaginn með dularfullum hætti. Campos var í herberginu að búa sig undir sjónvarpsviðtal sem átti að birta í þætti Sean Hannity á Fox, sem og í fréttatímum CNN, CBS, ABC og NBC. Engin viðtöl fóru fram. 

Frétt Los Angeles Times í heild

AFP
mbl.is
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
Óléttubekkur aðeins 69.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:69.000 vatns og olíuheldur...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...