Puigdemont hefur frest til klukkan 8

Carles Puigdemont er undir miklum þrýstingi.
Carles Puigdemont er undir miklum þrýstingi. AFP

Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur frest þangað til 8 til að hætta við að lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Stjórnvöld á Spáni hafa varað við því að hætti hann ekki við missi Katalónía sjálfstæði sitt sem hérað.

Eftir atkvæðagreiðslu 1. október undirritaði Puigdemont sjálfstæðisyfirlýsingu en ákvað að fresta því að leggja hana fram og óskaði þess í stað eftir viðræðum við stjórnvöld.

Talið er að hann muni krefjast sjálfstæðis ef stjórnvöld í Madrid ákveða að taka yfir héraðið.

Óttast er að átök geti orðið í Katalóníu í kjölfarið, að því er kemur fram á BBC.

Al­gjör óvissa hef­ur ríkt á Spáni frá því að spænsk yf­ir­völd bönnuðu sjálf­stæðis­kosn­ingu Katalón­íu. Gripið var til harkalegra lög­regluaðgerða til að hindra kosn­ing­arn­ar.

Það eru skipt­ar skoðanir meðal Katalóníu­búa hvort þeir vilji að héraðið kljúfi sig frá Spáni, en þeir eru engu að síður stolt­ir af þeirri sjálf­stjórn sem héraðið hef­ur nú þegar. 

Um 800 fyr­ir­tæki hafa hafið und­ir­bún­ing að því að flytja höfuðstöðvar sín­ar frá Barcelona og ná­grann­ar Spán­ar í Evr­ópu­sam­band­inu hafa áhyggj­ur af stöðu mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert