Vill sjá metnaðarfulla Brexit-áætlun

May ræðir við fjölmiðla fyrir ráðstefnuna í Brussel.
May ræðir við fjölmiðla fyrir ráðstefnuna í Brussel. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, vill að leiðtogar Evrópusambandsins setji fram „metnaðarfulla áætlun“ vegna samningaviðræðna á næstu vikum í tengslum við útgöngu Breta úr sambandinu.

„Við munum skoða ferlið í heild sinni vegna samningaviðræðna okkar og hvort sett verði metnaðarfulla áætlun fyrir komandi vikur,“ sagði May er hún mætti á ráðstefnu Evrópusambandsins í Brussel.

„Mig finnst sérstaklega mikilvægt að ná samkomulagi um réttindi almennings.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert