Lögreglan skaut óvart ferðamann til bana

Frá Rio de Janeiro.
Frá Rio de Janeiro. AFP

Lögreglan í Rio de Janeiro í Brasilíu skaut 67 ára gamlan spænskan ferðamann til bana í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var um óhapp að ræða.

Konan sem lést, María Esperanza Jiménez Ruiz, var í ferð með hópi fólks þegar bíllinn sem hún var farþegi í fór fram hjá vegtálma sem lögregla hafði sett upp í Rocinha-hverfinu.

Lögreglumaðurinn sem skaut Jiménez til bana hefur verið leystur frá störfum.

Jiménez var með bróður sínum, eiginkonu hans og ítölskum leiðsögumanni í bílnum þegar atvikið átti sér stað. Lögreglan hóf skothríð en lagði niður vopnin þegar hún áttaði sig á því að um ferðamenn var að ræða. Málið er til rannsóknar.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert