Vill afnema neitunarvald ríkjanna

Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, hyggst leggja fram tillögur í maí á næsta ári þar sem meðal annars verður gert ráð fyrir því að ekki þurfi lengur einróma samþykki ríkja sambandsins þegar teknar eru ákvarðanir í ákveðnum málum sem í dag krefjast þess. Til að mynda þegar kemur að skattamálum.

Þetta kemur fram í starfsáætlun framkvæmdastjórnarinnar fyrir næsta ár en þróunin innan Evrópusambandsins hefur til þessa verið á þá leið að einróma samþykki ríkja sambandsins, sem felur í raun í sér neitunarvald þeirra, hefur verið afnumið í sífellt fleiri málum. Í stað þess hefur komið samþykki einfalds meirihluta eða aukins meirihluta.

Með gildistöku Lissabon-sáttmálans, grundvallarlöggjafar Evrópusambandsins, var einróma samþykki þannig til að mynda afnumið í tugum málaflokka. Ríki sambandsins hafa í dag aðeins neitunarvald í takmörkuðum fjölda mála. Þar á meðal í skattamálum, utanríkis- og öryggismálum, fjármálum og varðandi samþykkt nýrra aðildarríkja.

Tilgangur framkvæmdastjórnarinnar er sá að hindra að minni ríki Evrópusambandsins, til að mynda Malta og Lúxemburg, geti staðið í vegi fyrir breytingum í skattamálum innan sambandsins sem miða að því að koma í veg fyrir að þau geti boðið upp á lægri skatta en önnur ríki innan þess. Nýta á til þess heimild í Lissabon-sáttmálanum.

Fjallað er um málið á fréttavefnum Euobserver.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Hauststemning í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í okt/nóv. Hlý og kósí hús með heitum potti.. Besti vinur...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...