Stjórnvöld bera ábyrgð á efnavopnaárásinni

Heilbrigðisstarfsmenn huga að barni eftir árásina í vor.
Heilbrigðisstarfsmenn huga að barni eftir árásina í vor. AFP

Ríkisstjórn Sýrlands ber ábyrgð á efna­vopna­árás í Khan Sheik­hun í Sýr­landi 4. apríl., samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Meira en 80 létust í árásinni, þar af 31 barn.

Höfundar skýrslunnar segjast sannfærðir um að sarín-taugagasi hafi verið beitt í árásinni.

Sjón­ar­vott­ar að árásinni segja að orr­ustuþotur hafi flogið yfir þorpið. Rúss­ar hafa sagt að þeir hafi ekki beitt efna­vopn­um en að orr­ustuþotur hafi varpað sprengj­um á vopna­búr upp­reisn­ar­manna þar sem efna­vopn hafi verið geymd.

Frá bænum Khan Sheikhun þegar sýni úr jarðvegi var tekið …
Frá bænum Khan Sheikhun þegar sýni úr jarðvegi var tekið til rannsóknar. AFP

Á mynd­skeiðum sem tek­in voru á vett­vangi árás­ar­inn­ar mátti sjá börn berj­ast við að ná and­an­um og froðu vella úr munn­vik­um þeirra. 

„Skýrslan staðfestir að það sem við höfum lengi talið okkur vita er satt,“ sagði Nikki Haley, sendi­herra Banda­ríkj­anna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og rússneskir bandamenn hans hafa ítrekað sagt að þessar fullyrðingar séu uppspuni frá rótum. Assad sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna í apríl að Sýrlandsher notaði ekki efnavopn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert