„Konur grípa til baka“

Rose McGowan hélt áhrifamikla ræðu í dag.
Rose McGowan hélt áhrifamikla ræðu í dag. AFP

Leikkonan Rose McGowan, sem var ein af fyrstu konunum til að saka framleiðandann Harvey Weinstein um nauðgun, sagði að kynferðisleg misnotkun væri hluti af menningunni í Hollywood og hvatti konur til að berjast.

„Það er búið að þagga niður í mér í 20 ár. Ég hef verið beitt drusluskömm. Ég hef verið áreitt og vitið þið hvað? Ég er alveg eins og þið,“ sagði McGowan.

Þetta eru fyrstu ummæli leikkonunnar opinberlega síðan hún sagði frá því þegar Weinstein misnotaði hana. Síðan þá hefur fjöldi kvenna stigið fram og sagt frá því hvernig leikstjórinn beitti þær kynferðislegri áreitni.

„Við erum hreinar. Við erum sterkar. Við erum hugrakkar og munum berjast,“ sagði McGowan sem lyfti vinstri hnefanum að fólkinu í salnum á kvennaráðstefnu í Detroit. 

„Konur grípa til baka,“ sagði McGowan og beindi væntanlega orðum sínum að Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann montaði sig af því -fyrir rúmum tíu árum sagði Trump að hann káfaði á og kyssti konur þegar honum hentaði. Þá sagðist hann „grípa í pík­una á þeim“.

New York Times greindi frá því að Weinstein hefði greitt McGowan 100.000 bandaríkjadali árið 1997 eftir atvik milli þeirra tveggja sem átti sér stað á hótelherbergi Weinstein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert