Handtökuskipun á hendur Puigdemont

Carles Puigdemont.
Carles Puigdemont. AFP

Spænskur dómari hefur gefið út evrópska handtökuskipun á hendur Carles Puigdemon, forseta Katalóníu, eftir að hann mætti ekki til yfirheyrslu í tengslum við baráttu hans fyrir aðskilnaði héraðsins frá Spáni.

Saksóknarar á Spáni vilja ákæra Puigdemont, sem er staddur í Brussel í Belgíu, fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og misnotkun opinberra sjóða.

Átta af ráðherrum hans úr ríkisstjórn Katalóníu sitja á bak við lás og slá og bíða mögulegra réttarhalda.

Yfirvöld í Brussel ætla að „rannsaka” handtökuskipunina og bera hana undir dómara í framhaldinu.

Ætlar að bjóða sig fram

Puigdemont sagðist í viðtali við belgísku sjónvarpsstöðina RTBF vera tilbúinn til að bjóða sig fram í kosningum sem eru fyrirhugaðar í Katalóníu næsta mánuði.

„Ég er tilbúinn til að bjóða mig fram. Ég vil senda út skilaboð til okkar fólks.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert