Réðust á Ríki íslams í Sómalíu

Hermaður á gangi í Sómalíu.
Hermaður á gangi í Sómalíu. AFP

Bandaríski herinn gerði drónaárásir á vígamenn Ríkis íslams í Sómalíu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin ráðast gegn hryðjuverkasamtökunum í landinu.

Árásirnar voru gerðar í norðausturhluta Sómalíu og féllu í þeim „þó nokkrir hryðjuverkamenn,” að sögn hershöfðingja.

Í yfirlýsingu hans kom fram að enginn óbreyttur borgari hafi verið í nágrenni við svæðin þar sem loftárásirnar voru gerðar.

„Bandarískar hersveitir munu halda áfram að beita öllum tiltækum ráðum til að vernda Bandaríkjamenn og til að takast á við hryðjuverkaógnina.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert