Íhuga að breyta stjórnarskrá Spánar

Borgarstjóri Barcelona, Ada Colau, og aðrir borgarstjórnarmenn og stuðningsmenn aðskilnaðar ...
Borgarstjóri Barcelona, Ada Colau, og aðrir borgarstjórnarmenn og stuðningsmenn aðskilnaðar mynda hér orðið lýðræði fyrir framan heimkynni Katalóníuþings. AFP

Stjórnvöld á Spáni íhuga nú að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem geri héruðum Spánar kleift að greiða í framtíðinni atkvæði um eigið sjálfstæði. Þetta hefur BBC eftir Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar.

Eru spænsk stjórnvöld með þessu sögð vera að bregðast við atburðum undanfarinna vikna í Katalóníu, þar sem héraðsstjórnin var sett af í kjölfar þess að hafa einhliða lýst yfir sjálfstæði.

Átta af leiðtogum héraðsstjórnarinnar eru nú í fangelsi á meðan að yfirvöld í Madrid rannsaka hvort þeir hafi gerst sekir um uppreisn og uppreisnaráróður í tengslum við sjálfstæðisyfirlýsinguna, sem stjórnarskrá Spánar leggur bann við.

„Við höfum komið á fót þingnefnd til að rannsaka möguleikann á því að gera breytingar á stjórnarskránni til að geta mætt betur metnaði sumra íbúa Katalóníu,“ sagði Dastis. „Ákvörðunina sjálfa þurfa hins vegar allir íbúar Spánar að taka.“

Spænska stjórnin tók yfir stjórn Katalóníuhéraðs í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar og tilkynnti í kjölfarið að ný héraðsstjórn yrði kosin í 21. desember. Hvatti Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, til þess að Katalóníubúar flykktust á kjörstað svo Spánn geti komist út úr núverandi ógöngum.

Sagði Rajoy, Carles Puigdemont sem var leiðtogi Katalóníu áður en héraðsstjórnin var sett af, ekki hafa vald til að einhliða lýsa yfir sjálfstæði héraðsins frá Spáni.

„Héraðsstjóri getur ekki úrskurðað að stjórnarskráin gildi ekki á hans svæði. Héraðsstjóri getur ekki búið til hliðstæðan lagaramma,“ sagði Rajoy.

Puig­demont gaf sig um helgina fram við lög­reglu­yf­ir­völd í Belg­íu eftir að spænsk­ur dóm­ari gaf út evr­ópska hand­töku­skip­un á hend­ur honum á föstu­dag.

Hann hef­ur að und­an­förnu dvalið í Belg­íu eft­ir að spænska stjórn­in vék hon­um úr embætti og hefur ekki vilja snúa aft­ur til Spán­ar nema hann hljóti sann­gjörn rétt­ar­höld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...