Le Pen svipt þinghelgi

Marine Le Pen hefur verið svipt þinghelgi fyrir að birta ...
Marine Le Pen hefur verið svipt þinghelgi fyrir að birta myndir á Twitter aðgangi sínum af voðaverkum íslamskra hryðjuverkamanna. AFP

Franska þingið hefur svipt Marine Le Pen þinghelgi. BBC greinir frá þessu.

Le Pen, sem er formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar (Front Nati­onal), birti árið 2015 myndir á Twitter aðgangi sínum af voðaverkum íslamskra hryðjuverkamanna.

Meðal mynda sem Le Pen birti var af bandaríska blaðamanninum James Foley, sem var hálshöggvinn.

Saksóknarar rannsökuðu myndbirtingar Le Pen og getur hún átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.

Le Pen fetar því í fótspor föður síns og stofnanda Þjóðfylkingarinnar, Jean-Marie Le Pen, sem var sviptur þinghelgi árið 1998 í því skyni að greiða fyrir því hann yrði dreginn fyrir rétt í Þýskalandi fyrir meint andgyðingleg ummæli.

Le Pen brást við sviptingunni á Twitter þar sem hún segir að það sé betra að vera hryðjuverkamaður sem aðhyllist heilagt stríð (e. jihadis) og koma frá Sýrlandi til Frakklands, heldur en að vera þingmaður sem fordæmir ríki Íslam. „Hryðjuverkamaðurinn tekur færri lagalegar áhættur,“ segir í færslu Le Pen.

mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...