Louvre Abu Dhabi verður að veruleika

Listasafnið Louvre Abu Dhabi verður opnað í dag en undirbúningurinn hefur tekið tíu ár. Fyrir áratug sömdu frönsk stjórnvöld við Sameinuðu arabísku furstadæmin til þrjátíu ára um rekstur safns undir merkjum Louvre. Á þeim tíma var samningurinn metinn á 1,1 milljarð Bandaríkjadala og þar af greiða yfirvöld í Abu Dhabi hálfan milljarð dala, 53 milljarða króna, fyrir réttinn að nota Louvre nafnið.

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, er meðal þeirra sem verða við opnunarhátíðina sem hefst klukkan 16 að íslenskum tíma. 

Arkitektinn Jean Nouvel hannaði bygginguna en hann hefur meðal annars hlotið frönsku Pritzker-verðlaunin fyrir verk sín. 

Louvre Abu Dhabi er fyrsta af þremur listasöfnum sem verða með starfsemi á Saadiyat eyju. Þar verður Guggenheim Abu Dhabi einnig til húsa en arkitektinn Frank Gehry annast hönnun þess. Eins mun Zayed ríkislistasafnið fara þangað.

Um 5% af safninu, sem verður opnað almenningi á laugardag, er tileinkað samtímalist. þar á Verkið Fountain of Light eftir Ai Weiwei er þar á meðal en það er 7 metrar á hæð.

En stærsti hluti safnsins verður tileinkaður heimssögunni og trúarbrögðum. Má þar nefna gömul trúarrit eins og kóraninn, biblíuna og Mósesbækurnar. Bækurnar eru allar hafðar opnar og þar má sjá vers sem innihalda sömu skilaboðin. 

AFP
Louvre Abu Dhabi.
Louvre Abu Dhabi. AFP
Louvre Abu Dhabi.
Louvre Abu Dhabi. AFP
Louvre Abu Dhabi.
Louvre Abu Dhabi. AFP
Franski arkitektinn Jean Nouvel er hönnuður verksins.
Franski arkitektinn Jean Nouvel er hönnuður verksins. AFP
Skúlptúr eftir Giuseppe Penone í Louvre Abu Dhabi safninu.
Skúlptúr eftir Giuseppe Penone í Louvre Abu Dhabi safninu. AFP
AFP
Verk eftir Yves Klein.
Verk eftir Yves Klein. AFP
AFP
La Belle Ferroniere eftir Leonardo Da Vinci.
La Belle Ferroniere eftir Leonardo Da Vinci. AFP
Tapestry of Daniel and Nebuchadnezzar
Tapestry of Daniel and Nebuchadnezzar AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert