Enn eitt morðið í Kaupmannahöfn

Anne Tønnes, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn.
Anne Tønnes, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn. Twitter-síða lögreglunnar í Kaupmannahöfn

Ungur maður var skotinn til bana í Mjølner-garði í Kaupmannahöfn í vikunni. Talið er að  morðið tengist stríði milli glæpagengja í borginni en lögreglan í Kaupmannahöfn hélt blaðamannafund í gær vegna tíðra skotárása í borginni undanfarna mánuði.

Fram kom á fundinum að 22 ára gamall maður hafi verið skotinn til bana í garðinum á Nørrebro síðdegis í gær. Hann var ekki félagi í glæpasamtökum en 28 ára gamall maður er í haldi lögreglu í tengslum við árásina. Hann er aftur á móti félagi í glæpasamtökum. Sá sem var skotinn til bana var á ferð með félögum í glæpasamtökum þegar hann varð fyrir árásinni, samkvæmt því sem kom fram á blaðamannafundinum. 

Anne Tønnes, lögreglustjóri í Kaupmannahöfn, segir að lögreglan taki ástandið mjög alvarlega og hún segist skilja þá borgarbúa sem upplifðu sig óörugga í höfuðborginni.

Átök milli glæpagengja í Kaupmannahöfn hafa varað í á fimmta mánuð og ekkert bendir til þess að þeim sé að ljúka, segir í frétt Politiken.

Tønnes segir að þegar hafi náðst góður árangur í baráttunni við glæpagengin en yfir 60 hafa verið handteknir. Lögreglan hefur heimsótt yfir 3.300 borgarbúa og tekið vopn af heimilum þeirra þar sem þau hafa verið. Áfram verður farið í húsleitir á meðan þurfa þykir.

Í Berlingske er birt viðtal við hana í dag en viðtalið er tekið fyrir morðið í garðinum á Nørrebro. Samkvæmt Berlingske eru skotárásir tengdar glæpagengjum orðnar 44 í Kaupmannahöfn frá 12. júní. 

Frétt Politiken

Frétt Berlingske

mbl.is
Rafstöðvar
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum 30-1000 KW Stamford rafalar Cummins vélar I...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
 
L edda 6018022019 i
Félagsstarf
? EDDA 6018022019 I Mynd af auglýsin...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...