Villiköttur grunaður um morðtilraun

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Golli

Japanska lögreglan rannsakar tilraun til manndráps á eldri konu í suðurhluta landsins. Talið er að sökudólgurinn sé villiköttur. 

Dóttir Mayuko Matsumoto fann móður sína alblóðuga í rúmi sínu á mánudag en Matsumoto var með um tuttugu skurði í andlitinu sem fossblæddi úr. Að sögn lögreglu benda áverkarnir til þess að vera eftir kött en sumir þeirra eru mjög djúpir. 

„Þegar við fundum hana var hún alblóðug,“ segir dóttir Matsumoto en hún segir að ekki hafi verið hægt að ímynda sér hvað hafi gerst. 

Matsumoto, sem er 82 ára gömul getur ekki tjáð sig, var flutt með hraði á neyðarmóttöku þar sem gert var að sárum hennar. Að sögn lögreglu eru engin ummerki um umgang fólks í húsinu né í nágrenninu og allt bendi til þess að villiköttur hafi komist inn og ráðist á konuna þar sem hún lá bjargarlaus í rúmi sínu.

Verið er að rannsaka blóð sem fannst á villiketti sem var í nágrenni heimilis Matsumoto en fjöldi katta heldur til í nágrenninu.

mbl.is
faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur ístex
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ÍSTEX hf verð...