328 látnir í Íran

Frá Sarpol-e Zahab í Kermanshah-héraði í Íran.
Frá Sarpol-e Zahab í Kermanshah-héraði í Íran. AFP

Sífellt fjölgar þeim sem létust í jarðskjálftanum sem reið yfir landamærahéruð Írans og Íraks. Í Íran eru 328 látnir en frá Írak hafa borist litlar fregnir af fjölda látinna. Snemma í morgun var talið að 6-10 væru látnir Íraksmegin og á annað hundrað hefðu slasast. 

Í Íran eru um 2.500 slasaðir eftir jarðskjálftann sem reið yfir á tíunda tímanum í gærkvöldi. Jarðskjálftinn mældist 7,3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert