Óttast að raðmorðingi sé á ferð í Tampa

Skotárásin í dag átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm …
Skotárásin í dag átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm í morgun þar sem að Felton var á leið í New Seasons Apostolic kirkjuna til að undirbúa máltíðir fyrir heimilislausa að því er CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir bróður hans. Var hann að ræða við bróður sinn í símann þegar hann var skotinn. Skjáskot/CBS

Maður sem skotinn var til bana á leið sinni til kirkju á Flórída í morgun kann að vera nýjasta fórnarlamb raðmorðingja, að því er BBC hefur eftir yfirvöldum á staðnum.

Maðurinn, Ronald Felton, var skotinn í bakið skammt frá þar sem haldinn var minningarathöfn um þrjá aðra einstaklinga sem drepnir höfðu verið í Seminole Heights í Tampa á Flórída á tíu daga tímabili í október.

Rannsakar lögregla nú hvort að morðið tengist hinum málunum, sem vakið hafa mikla skelfingu hjá íbúum á svæðinu undanfarið. Hefur lögregla m.a. beðnir þá um að læsa dyrum sínum og gagna vandlega frá vopnum sínum.

Öll fórnarlömbin fjögur virðast hafa verið valin af handahófi, en lögregla hefur lýst manninum sem hún grunar um morðin sem grönnum svörtum karlmanni sem klæðist svörtu frá toppi til táar og sé með svarta derhúfu.

Skotárásin í dag átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm í morgun þar sem að Felton var á leið í New Seasons Apostolic kirkjuna til að undirbúa máltíðir fyrir heimilislausa að því er CBS sjónvarpsstöðin hefur eftir bróður hans. Var hann að ræða við bróður sinn í símann þegar hann var skotinn.

Vill höfuð morðingjans á fati

Brian Dugan, settur lögreglustjóri í Tampa, segir talið að morðinginn búi á svæðinu þar sem morðin hafa átt sér stað.  „Ég veit að stóra spurningin er hvort að þetta tengist hinum Seminole Heights morðunum og í augnablikinu rannsökum við málið eins og svo sé,“ sagði Dugan á blaðamannafundi.

Hin fórnarlömbin þrjú eru Benjamin Mitchell,  sem var skotinn til bana 9. október er hann var á leið út á stoppistöð. Monica Caridad Hoffa var skotinn til bana er hún var á leið til fundar við vin þann 13. október og Anthony Naiboa fannst látinn 19. október eftir að hafa tekið sér far með röngum strætisvagni.

Bob Buckhorn, borgarstjóri Tampa, hefur skipað lögreglu að færa sér höfuð morðingjans. „Ég er reiður af því að þessar þrjár fjölskyldur hafa verið særðar hjartasári,“ sagði Buckhorn í samtali við CNN sjónvarpsstöðina í síðasta mánuði. „Ófétið sem gerði þetta, við munum ná þér. Ég sagði þeim [lögreglumönnunum], færið mér höfuð hans á fati.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert