„Þeir reyndu að drepa okkur öll“

Rohingjar í Thankhali flóttamannabúðunum í Bangladess. Rannsakendur ræddu við sjónarvotta ...
Rohingjar í Thankhali flóttamannabúðunum í Bangladess. Rannsakendur ræddu við sjónarvotta að fjöldamorðum og öðrum ofbeldisaðgerðum. AFP

Öryggissveitir Búrma skáru rohingja, sem tilheyra minnihlutahópi múslima í Rakhine-héraði, á háls og brenndu þá lifandi, samkvæmt skýrslu sem asísk mannréttindasamtök og bandaríska helfararminjastofnunin sendu frá sér. Í sameiningu hafa þau safnað vitnisburðum um þjóðarmorð búrmíska hersins á rohingjum.

Segir í skýrslunni að árásirnar hafi verið bæði „útbreiddar og skipulagðar“, en þær taka annars vegar til tímabils frá október og fram í desember í fyrra og svo aftur frá því 25. ágúst í ár.

Skýrslan ber heitið „Þeir reyndu að drepa okkur öll“ og byggir á viðtölum við rúmlega 200 einstaklinga sem ýmist lifðu árásirnar af eða voru vitni að þeim og svo einnig við alþjóðlega hjálparstarfsmenn.

Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa sumir hverjir þegar lýst aðgerðum hersins sem „þjóðernishreinsunum“.

Vitnisburðirnir sem samtökin hafa safnað sýna að því er segir í skýrslunni að „öryggissveitir í Búrma (Mijanmar) og almennir borgarar hafa gerst sekir um glæpi gegn mannkyni og þjóðernishreinsanir“ í tveimur ofbeldisbylgjum.

Yfir hálf milljón Rohingjar hafa neyðst til að flýja frá ...
Yfir hálf milljón Rohingjar hafa neyðst til að flýja frá Mjanmar til Bangladess. mbl.is/RKÍ

Vaxandi sannanir um þjóðernishreinsanir

„Það eru vaxandi sannanir sem benda til merkja um þjóðernishreinsanir gegn rohingjum,“ segir í skýrslunni.

Tæplega 700.000 rohingjar, tæplega helmingur íbúa Rakhine-héraðs hefur flúið á brott frá því í október á síðasta ári, þegar herinn í Búrma hóf „hreinsunaraðgerðir“ eftir að áður óþekktur hópur tók að ráðast á og drepa hermenn og öryggisverði.

Segir í skýrslunni að þessar aðgerðir hafi í raun verið „gangverk til að fremja fjöldaódæði“.

„Öryggissveitir gerðu skothríð á almenna borgara úr röðum rohingja, bæði af landi og úr lofti. Hermenn og borgarar með hnífa á lofti stungu rohingja karla, konur og börn til bana og skáru þau á háls.“

Einnig er fullyrt í skýrslunni að rohingjar hafi verið brenndir lifandi, hermenn hafi nauðgað rohingja-konum og -stúlkum og að einnig hafi verið um hópnauðganir að ræða. Þá hafi rohingja-karlar og drengir verið handteknir af handahófi.

Aung San Suu Kyi hefur hafnað öllum ásökunum um þjóðernishreinsanir.
Aung San Suu Kyi hefur hafnað öllum ásökunum um þjóðernishreinsanir. AFP

Hentu líkunum í hrúgu og kveiktu í

Rannsakendur frá samtökunum Fortify Rights í Asíu og bandaríska helfararminjasafninu, sem rekur Simon-Skjodt miðstöðina til varnar gegn þjóðarmorðum, ferðuðust til Rakine og að landamærum Búrma og Bangladess en þangað hefur mikill fjöldi rohingja flúið.

Hlýddu þeir m.a. í frásagnir sjónarvotta að fjöldamorðum í þremur þorpum í Rakhine síðla ágústmánaðar.

„Þegar drápunum var lokið, hentu hermennirnir líkunum í hrúgu og kveiktu í þeim,“ segir í skýrslunni. Áður hafi hermenn myrt hundruð í einni árás.

Mikil reiði ríkir í alþjóðasamfélaginu vegna ofbeldisaðgerða Búrmahers í garð rohingja. Herinn fullyrðir hins vegar að hann hafi aðeins beint aðgerðum sínum að uppreisnarmönnum úr röðum rohingja.

Skýrsla samtakanna var birt í dag og í gær sagði Rex Tillerson utanríkisráðherra Bandaríkjanna að það væru „trúanlegar frásagnir af útbreiddum voðaverkum frömdum af öryggissveitum Búrma og einstaklingum sem tækju lögin í eigin hendur.

Lét Tillerson þessi orð falla í heimsókn sinni til Búrma og hvatti yfirvöld í landinu til að fallast á óháða rannsókn á ásökununum.

Herinn og leiðtogi landsins og Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi hafa hins vegar hafnað öllum slíkum ásökunum og hafa neitað rannsakendum Sameinuðu þjóðanna um aðgang að landinu.

mbl.is
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
3 sófaborð úr massífum við
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...