Stallone neitar að hafa áreitt ungling

Sylvester Stallone
Sylvester Stallone AFP

Leikarinn Sylvester Stallone hefur vísað ásökunum þess efnis að hann og lífvörður hans hafi áreitt 16 ára aðdáanda á bug. Atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas á níunda áratug síðustu aldar.

Breski miðilinn Mail Online hefur birt það sem það segir vera lögregluskýrslu frá árinu 1986 þar sem greint er frá ásökunum.

Stúlkan sem um ræðir kærði ekki vegna þess að hún „skammaðist sín“ að því er kemur fram í skýrslunni. Einnig kom fram að hún hafi verið hrædd og því var ekkert frekar gert í málinu.

Talsmaður Stallone segir að þessar fréttir séu algjör vitleysa. „Það vissi enginn af þessu fyrr en við sáum þetta í fréttum núna,“ sagði Michelle Bega, talsmaður Stallone.

„Yfirvöld höfðu aldrei samband við Stallone eða einhvern honum tengdan vegna þess sem fram kemur þarna,“ bætti hún við.

Hún 16 ára, Stallone fertugur

Samkvæmt skýrslunni hitti stúlkan mennina á hóteli í Las Vegas en hún ætlaði sér að fá eiginhandaráritun frá þá fertugum Stallone. Hún heldur því fram að lífvörður hans hafi gefið henni lykla að hótelherbergi, þar sem hún svaf síðar hjá báðum mönnunum.

„Hún sagði að eftir að hún klæddi sig hafi Stallone tjáð henni að þeir væru báðir giftir menn og hún gæti ekki sagt neinum hvað hefði gerst. Ef hún myndi segja einhverjum yrði hún lamin,“ kom fram í skýrslunni.

Á öðrum stað kemur fram að mennirnir hafi hlegið og stúlkan hafi tekið ummælum þeirra sem að um grín væri að ræða. Þegar hún hafi síðar yfirgefið herbergið hafi hún ekki verið viss um hvort grín var að ræða.

Þar kom enn fremur fram að stúlkan hafi ekki verið þvinguð til kynmaka en hafi verið smeyk.

Frétt BBC.

mbl.is
SUMARHÚSALÓÐ Í ÖNDVERÐARNESI TIL SÖLU
Grjóthólsbraut 13, innst í botlanga, við golfvöllinn, hola 11. Rotþró, rafm. og ...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
 
Úthlutun
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggð...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...