Þarf að endurgreiða Berlusconi framfærsluna

Silvio Berlusconi og Veronica Lario á meðan allt lék í …
Silvio Berlusconi og Veronica Lario á meðan allt lék í lyndi. AFP

Fyrrverandi eiginkona Silivos Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu þarf að endurgreiða honum 60 milljónir evra, um 7 milljarða króna, af framfærslu eftir að dómari komst að því að hún þyrfti ekki á peningnum að halda. Berlusconi þarf héðan í frá ekki að borga Veronicu Lario um 170 milljónir króna í framfærslu á mánuði.

Þetta kemur fram í frétt BBC. Lögmenn Berlusconi segir að Lario sé nægilega vel stæð til að sjá fyrir sér sjálf en eignir hennar eru metnar á um 16 milljónir evra eða 2.000 milljónir króna.

Lario og Berlusconi skildu árið 2009. Þau eiga saman þrjú börn. Samkvæmt niðurstöðu dómara í kjölfar skilnaðarins þurfti Berlusconi að greiða henni 3 milljónir evra í framfærslu mánaðarlega. Sú upphæð var lækkuð um helming nokkrum árum síðar. Berlusconi taldi framfærsluna enn of háa og áfrýjunardómstóll í Mílanó hefur nú dæmt honum í vil. 

Niðurstaðan kemur í kjölfar þess að hæstiréttur Ítalíu komst að þeirri niðurstöðu nýverið að ekki sé nauðsynlegt að tryggja fyrrverandi mökum sömu tekjur eftir skilnað og í hjónabandi.

Berlusconi er fimmti ríkasti maður Ítalíu. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert