Ráðherrar í varðhaldi taka sæti á lista

Kosningar fara fram í Katalóníu 21. desember.
Kosningar fara fram í Katalóníu 21. desember. AFP

Ráðherrar og flokksmenn aðskilnaðarsinna í Katalóníu, sem sitja á bak við lás og slá á meðan rann­sókn stend­ur yfir á aðild þeirra að bar­áttu Katalón­íu fyr­ir aðskilnaði frá Spáni, munu skipa sæti á lista fyrir kosningarnar sem fara fram í héraðinu 21. desember.

Af þeim 14 ráðherrum heimastjórnarinnar í Katalóníu sem stjórnvöld í Madríd settu af í október eru 12 á listum aðskilnaðarflokkanna tveggja. Flokkarnir sem um ræðir eru annars vegar flokkur forseta Katalóníu, Carles Puigdemon, „Sameinuð Katalónía“, og hins vegar Vinstriflokkur Katalóníu (ERC), sem er leiddur af varaforsetanum Oriol Junqueras.

Sjö af ráðherrunum fyrrverandi sitja nú í gæsluvarðhaldi og er Junqueras þar á meðal. Ráðherrarnir eru ákærðir fyr­ir upp­reisn, upp­reisn­ar­áróður og mis­notk­un á op­in­beru fé.

Ekki er ljóst hvort ráðherrarnir verði enn í haldi þegar kosningarnar fara fram eftir tæpar fimm vikur.

Varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, er meðal þeirra fyrrverandi ráðherra heimastjórnarinnar ...
Varaforseti Katalóníu, Oriol Junqueras, er meðal þeirra fyrrverandi ráðherra heimastjórnarinnar sem sitja í varðhaldi spænskra yfirvalda. AFP
mbl.is
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...