Suðurkóreski fáninn róar liðhlaupann

Frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Frá Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. AFP

Norðurkóreskur hermaður sem var skotinn að minnsta kosti fimm skotum þar sem hann reyndi að flýja suður er kominn aftur til meðvitundar.

Hermaðurinn óskaði eftir því að fá að horfa á sjónvarpið og samkvæmt Yonhap-fréttavefnum bað hann sérstaklega um að fá að sjá suðurkóreskar kvikmyndir.

„Við teljum að mesta hættan sé nú liðin hjá,“ sagði embættismaður í Suður-Kóreu við Yonhap.

Hermaðurinn flúði yfir hlutlausa svæðið á milli Kóreuríkjanna í síðustu viku en samlandar hans skutu í það minnsta 40 skotum í áttina að honum áður en hann komst í öruggt skjól. Læknar segja að hermaðurinn hafi orðið fyrir talsverðu áfalli.

„Suðurkóreska fánanum hefur verið komið fyrir í herbergi hans til að koma honum ekki í óþarfa uppnám,“ sagði embættismaðurinn.

Óvenjumikið magn af sníkjudýrum fannst í innyflum mannsins. Læknar sögðu að „veru­lega mikið magn“ orma væri í lík­ama hans sem gæti valdið sýkingum í sárum.

„Ég hef aldrei á mín­um 20 ára ferli sem lækn­ir séð annað eins,“ hef­ur BBC eft­ir suðurkór­eska lækn­in­um Lee Cook-jong. Lengsti orm­ur­inn sem hann fjar­lægði úr inn­yfl­um manns­ins var 27 cm lang­ur.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert