Lífstíðarfangelsi fyrir morð á barni

Katie Rough.
Katie Rough.

Sextán ára gömul stúlka var í dag dæmd í líftíðarfangelsi fyrir að hafa ráðið sjö ára gamalli breskri stúlku, Katie Rough, bana. Rough fannst látin á leikvelli í York á Englandi í janúar.

Rough hafði verið stungin ítrekað með dúkahníf en áður en hún var stungin hafði hún verið kæfð. 

Stúlkan sem framdi morðið viðurkenndi glæp sinn og sagðist eiga við geðræn vandamál að stríða. Ekki var greint frá nafni hinna seku vegna aldurs hennar.

Samkvæmt fréttum breskra miðla sat stúlkan með tuskudýr en hún fylgdist með réttarhöldunum í gegnum vefmyndavél.

„Allir vita hversu alvarlegt það er að myrða lítið barn,“ sagði dómari í málinu en saksóknari sagði að hin ákærða þjáðist af ranghugmyndum, til að mynda að fólk væru vélmenni, ekki manneskjur.

„Saga okkar snýst um heimili og fjölskyldu sem var slitin í sundur daginn sem dóttir okkar lést. Það er enn mjög tómlegt hjá okkur en við reynum að halda áfram,“ kom meðal annars fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Rough.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert