Lögreglan í London dregur úr viðbúnaði

Frá Oxford-stræti í kvöld.
Frá Oxford-stræti í kvöld. AFP

Lögreglan í London greindi frá því á twittersíðu sinni nú rétt í þessu að hún hefði dregið úr viðbúnaði á Oxford Circus-lestarstöðinni. Lestarstöðin var rýmd vegna gruns um hryðjuverk síðdegis.

Lögregluþjónn að störfum í London.
Lögregluþjónn að störfum í London. AFP

Lestarstöðin við Oxford-stræti hefur verið opnuð aftur, sem og Bond-lestarstöðin en henni var einnig lokað um tíma. Lögregla hefur ekki fundið neitt sem bendir til þess að skotum hafi verið hleypt af en henni barst tilkynning um slíkt fyrr í dag.

Lögregla segir að hún hafi þurft að bregðast við fregnum líkt og um hryðjuverk væri að ræða en fólk á Oxford-stræti hafði verið hvatt til að leita skjóls innandyra.

Fjöldi vopnaðra lögregluþjóna var sendur á vettvang.
Fjöldi vopnaðra lögregluþjóna var sendur á vettvang. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert