Tilkynnt um skothvelli í London

Lögreglumaður í London í kvöld.
Lögreglumaður í London í kvöld. AFP

Lögreglan í London greindi frá því á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að Oxford Circus-lestarstöðinni hefði verið lokað og lögreglan væri að bregðast við atviki þar.

Fjöldi fólks var á ferðinni í grennd við stöðina. Lögreglan segir atvikið tengjast hryðjuverkum. Kallað var eftir aðstoð lögreglu eftir að grunur lék á að skotum hefði verið hleypt af á Oxford-stræti og Oxford Circus-lestarstöðinni. 

Lögreglan greindi frá því á Twitter að hún hefði ekki haft upp á neinum grunuðum vegna málsins. Engin ummerki væru um að hleypt hefði verið af skotum og einu meiðslin sem tilkynnt hefði verið um væru minni háttar en kona slasaðist lítillega þegar hún yfirgaf lestarstöðina.

Lögregluþjónar fyrir utan Oxford Circus-stöðina.
Lögregluþjónar fyrir utan Oxford Circus-stöðina. AFP

„Lögregluþjónar eru að bregðast við fréttum af atviki á Oxford-stöðinni,“ kom fram hjá lögreglunni á Twitter. Fólk er beðið um að halda sig innandyra.

Þar var einnig greint frá því að stöðinni væri lokað en BBC sagði frá því að sést hefði til fólks hlaupa frá stöðinni og að mikill troðningur hefði myndast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert