Hættu við að fara um borð

Humberto René Vilte og Adrián Rothlisberger fóru ekki um borð …
Humberto René Vilte og Adrián Rothlisberger fóru ekki um borð í kafbátinn San Juan eins og til stóð.

Tveir skipverjar argentínska kafbátsins San Juan hættu við að fara um borð í hann á síðustu stundu áður en hann lagði af stað í sína hinstu för fyrir rúmri viku. Kafbátsins hefur nú verið saknað í níu daga. 

Ólíkar ástæður voru fyrir því að skipverjarnir hættu við að fara með í ferðina, að því er fram kemur í brasilíska dagblaðinu O Globo. Humberto Vilte fékk leyfi vegna veikinda móður sinnar. Adrián Rothlisberger var að leysa ákveðin verkefni af hendi fyrir yfirmann sinn og fór því aldrei um borð að sögn móður hans. Hún segir kraftaverk aðeins skýra fjarveru hans úr bátnum. 

Mennirnir eru báðir staddir í Mar del Plata, hafnarborg í norðurhluta Argentínu sem er heimahöfn San Juan. Þar bíða þeir líkt og ástvinir áhafnarinnar eftir fregnum af leitinni að bátnum.

Talið er nú að sprenging hafi orðið um borð í bátnum. Óttast er að þó að einhverjir þeirra sem voru um borð hafi lifað sprenginguna af séu þeir nú látnir þar sem súrefnisbirgðir entust líklega aðeins í eina viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert